PEAKS COACHING GROUP – ÍSLAND

VIÐ STYÐJUMST VIÐ VÍSINDALEGA ÞJÁLFUN SEM SKILAR ÁRANGRI

Við erum klárlega á öld þar sem hið venjulega á sér nýja hlið. En hjólreiðar hafa alltaf verið hið venjulega hjá Peaks Coaching Group. Hunter Allen er einn af brautryðjendum hjólreiðaþjálfunar og hefur hlotið lof fyrir þróun sína á sviði wattaþjálfunar (þjálfun sem stuðst er við aflmæla).

Æfðu hjá bestu þjálfurunum

Hvort sem þú vilt auka almenna vellíðan, endurstilla þjálfun þína eða ná á verðlaunapall, þá færðu þjálfun við hæfi hjá Peaks Coaching Group. Peaks Coaching Group hefur yfir 50 þjálfara á sínum snærum um heim allan og nú loksins aðgengilegir á Íslandi.

Sparaðu tíma

Þjálfarar Peaks Coaching Group eru allir viðurkenndir af Hunter Allen sjálfum og eru leiðandi í greiningu gagna með hugbúnaði eins og TrainingPeaks og WKO5.
Á ATL að vera hærra en CTL? Hver sniðflöturinn í æfingaálagi að vera? Hversu mörg TSS stig þarftu að vinna á hverri viku til að ná markmiðum þínum. Hvað er TSB? og tala nú ekki um dFRC?

HJÓLAÞJÁLFUN

Ert þú að leita að leita að alhliða hjólaþjálfun eða langar að skara fram úr. Við sérhæfum okkur í þjálfun sem hjálpar þér að ná settu markmiði sama hvað það er, við þekkjum hvað þarf að gera til að ná góðum árangri.

Meira um hjólaþjálfun

ÞRÍÞRAUTARÞJÁLFUN

Við þekkjum þríþraut vel og það er sama hvaða vegalengd þú stefnir á og í hvaða heimsálfu. Sprettþraut eða eXtreme Ironman og allt þar á milli. Með þekkingu á öllum fjórum greinunum, sundi, hjólreiðum, hlaupi og næringu.

MEIRA UM ÞRÍÞRAUTARÞJÁLFUN

HLAUPAÞJÁLFUN

Hlaupaþjálfun fyrir byrjendur eða lengra komna, þar sem æfingar eru miðaðar við hvort sem er hjartslátt, hraða (pace) eða wött. Með áherslu á bæði götu og utanvegahlaup í öllum vegalengdum.

MEIRA UM HLAUPAÞJÁLFUN

HÓPAÞJÁLFUN

Hópaþjálfun er fjölbreytt þjálfun, hvort sem er í hlaupi, hjólreiðum eða þríþraut og sama hvort það er vinahópurinn, vinnuhópurinn eða æfingahópurinn.

Meira um hópaþjálfun

ÞOLPRÓF

Þolpróf sem unnin eru með hágæða mælitækjum gefa þér upplýsingar um þitt ástand á þeim tímapunkti sem þolprófið er tekið, það gefur þér m.a. rétt æfingaálag og orkuþörf undir álagi.

Meira um þolpróf

GRUNNEFNASKIPTI

Með grunnefnaskiptagreiningu eða RMR færðu nákvæmar grunnorkuþörf þína en ekki út frá meðaltölum annarra. Hvort þú sért með hæg eða hröð efnaskipti og hvaða kaloríuþörf þú hefur til að ná árangri.

Meira um grunnefnaskipti