Peaks Coaching Group á Íslandi

Peaks Coaching Group á Íslandi

Þjálfun

Hvað bjóðum við upp á?

Peaks Coaching group á Íslandi sérhæfir sig í fjarþjálfun einstaklinga á öllum getustigum. Auk þess bjóðum við upp ýmsar mælingar, eins og mjólkursýrumælingar, grunnefnaskipti (RMR – Resting metabolic rate) og álagspróf (Metabolic analysis) til að aðstoða þig að æfa á réttu álagi og næra þig rétt.

This image has an empty alt attribute; its file name is cycling.png

Hjólreiðaþjálfun

Ert þú að leita að leita að alhliða hjólaþjálfun eða langar að skara fram úr. Við sérhæfum okkur í þjálfun sem hjálpar þér að ná settu markmiði sama hvað það er, við þekkjum hvað þarf að gera til að ná góðum árangri.

This image has an empty alt attribute; its file name is running.png

Hlaupaþjálfun

Hlaupaþjálfun fyrir byrjendur eða lengra komna, þar sem æfingar eru miðaðar við hvort sem er hjartslátt, hraða (pace) eða vött. Með áherslu á bæði götu og utanvegahlaup í öllum vegalengdum.

This image has an empty alt attribute; its file name is swimming.png

Þríþrautarþjálfun

Við þekkjum þríþraut vel og það er sama hvaða vegalengd þú stefnir á og í hvaða heimsálfu. Sprettþraut eða eXtreme Ironman og allt þar á milli. Með þekkingu á öllum fjórum greinunum, sundi, hjólreiðum, hlaupi og næringu.

This image has an empty alt attribute; its file name is groups.png

Hópaþjálfun

Hópaþjálfun er fjölbreytt þjálfun, hvort sem er í hlaupi, hjólreiðum eða þríþraut og sama hvort það er vinahópurinn, vinnuhópurinn eða æfingahópurinn.

This image has an empty alt attribute; its file name is rmr.png

Grunnefnaskipti

Með grunnefnaskiptagreiningu eða RMR færðu nákvæmar grunnorkuþörf þína en ekki út frá meðaltölum annarra. Hvort þú sért með hæg eða hröð efnaskipti og hvaða kaloríuþörf þú hefur til að ná árangri.

This image has an empty alt attribute; its file name is vo2max.png

Þolpróf

Þolpróf sem gerð eru með hágæða mælitækjum gefa þér upplýsingar um þitt ástand á þeim tímapunkti sem þolprófið er tekið, það gefur þér m.a. rétt æfingaálag, æfingasvæði og orkuþörf undir álagi.