Peaks Coaching Group á Íslandi

Peaks Coaching Group á Íslandi

Við hjálpum þér að ná árangri

Peaks Coaching Group er stofnað að af hinum þekkta hjólreiðaþjálfara Hunter Allen, en hann er meðhöfundur af einni mest lestu bók hjólreiðaþjálfunar Training and Racing with Power Meter og Cutting-Edge Cycling, ásamt því að vera einn af stofnendum Training Peaks og WKO+ hugbúnaðarins. Peaks Coaching Group sérhæfir sig í þjálfun fyrir þolíþróttir, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin(n).

Þrautreyndir þjálfarar

Markmið Peaks Coaching Group er að bjóða upp á þjálfun sem er studd af vísindum og reynslu undir eftirliti reyndra þjálfara.  Við getum alltaf bætt við okkur góðum einstaklingum.

Hunter Allen

Stofnandi og forstjóri Peaks Coaching Group

Heimsþekktur hjólreiðaþjálfari, meðhöfundur Training and Racing with a Power Meter og Cutting-Edge cycling, meðframleiðandi TrainingPeaks, WKO + hugbúnaðar og stofnandi Peaks Coaching Group.

Hunter er almennt þekktur sem einn helsti sérfræðingur heims í þjálfun þolíþróttamanna með aflmælum og hefur markmið hans alltaf verið að kenna íþróttamönnum hvernig á að hámarka þjálfunar- og keppnisgetu sína með faglegri greiningu á þeim gögnum sem hægt er að ná úr aflmælum. Þetta helst allt í hendur við hugmyndafræði hans að aflmælir hjálpi íþróttamönnum að uppgötva raunverulegan styrk sinn og veikleika, meta þjálfunarmöguleika og hámarka áhrif þjálfunar þeirra.

Sem þjálfari einbeitir Hunter sér að horfa á íþróttamanninn sem einn einstakling. Hann skarar fram úr að hanna sérsniðnar æfingaáætlanir sem eru hönnuð til að hámarka möguleika hvers einstaklings. Hann telur að við séum einstaklingar sem vinnum náið með öðrum einstaklingum og það er mikilvægt að vinna hörðum höndum við að finna styrkleika og veikleika og hjálpa íþróttamanninum að bæta færni hans og þróa síðan raunhæfa áætlun sem virkar fyrir lífið. Það er mikilvægt að þjálfari læri eins mikið og hann getur um einstaklinginn sem íþróttamann og sem einstakling til að þróa betur æfingaáætlun til að hámarka árangur. Hunter hefur nú þjálfað yfir 400 íþróttamenn og lærir enn eitthvað nýtt af hverjum og einum.

Jón Oddur Guðmundsson

Eigandi og yfirþjálfari Peach Coaching Group á Íslandi

Það er óhætt að segja að Jón Oddur sé búinn að vera á iði frá barnsaldri. Þegar hann var 12 ára hjólaði hann sitt fyrsta GranFondo (160km), frá Ísafirði yfir í Vatnsfjörð í Breiðafirði. Hjólabakterían hefur fylgt honum síðan þá. Allt frá þeim tíma og til dagsins í dag hefur hann stundað aktífan og heilbrigðan lífsstíl, allt frá köfun eða kajak og í fallhlífastökk eða paragliderflug og næstum allt þar á milli. Síðustu 15 árin hefur mestum tíma verið varið í hjólreiðar, hlaup og þríþraut.
Á þessum tíma hefur hann menntað sig í þessum þremur íþróttum auk sótt þekkingu í keppnum og ferðum bæði hérlendis og erlendis.

Peaks Coaching Group Elite þjálfari
Viðurkenndur Cycling Power þjálfari
Viðurkenndur Ironman University þjálfari
Certified Bikefit Level 1
WT technical officer (þríþrautardómari)

Jón Oddur hefur m.a. keppt í eftirfarandi keppnum.
Ironman Hamborg 2019
Patagonman Extreme triathlon 2018
Swissman Extreme triathlon 2015
Ironman 70.3 Kronborg 2014
Ironman Kalmar 2013
Auk nokkurra Ironman 70.3, innanlands
Keppt í maraþonum, hálfum maraþonum og utanvegahlaupum frá árinu 2008