Peaks Coaching Group á Íslandi

Peaks Coaching Group á Íslandi

Álagspróf

Metabolic analysis

Álagspróf, þolpróf eða metabolic analysis er æfing sem er tekin á því æfingatæki sem líkir mest eftir þeirri hreyfingu sem viðkomandi stundar, þannig að ef þú vilt fá niðurstöður fyrir hlaup eða keppnir í hlaupum mælum við eindregið með því að taka æfinguna á hlaupabretti eða úti við raunverulegar aðstæður. Á æfingunni er viðkomandi aðili með netta og meðfærilega grímu á sér sem hann/hún andar í gegnum og andadrátturinn ásamt, hraða, afli, halla, cadence (snúningshraða bæði fóta og pedala), súrefnismettun eru mæld. 

Súrefnismagn, öndunartíðni, kaloríufjölda við hjartslátt, hlutfall, kolvetna, próteina og fitu við hjarslátt eða álag, hámarks fitubrennslupúls og mjólkursýruþröskuld. Út frá þessum mælingun er hægt að ákveða á einfaldan hátt æfingasvæði (zones), takmarkandi þætti í líkamlegu ástandi og orkunotkun, svo fátt eitt sé nefnt. 

Dæmi um það línurit sem viðkomandi sér í álagsprófi, en gögn eru uppgefin á allt að 2ja sekúndna millibili.

Mælingar bæði innan- og utandyra

Með þeim tækjum sem við notum er hægt að taka álagspróf eða skoða efnaskipti við ákveðið álag, bæði innandyra eða við raunverulegar aðstæður utandyra. Mælitækið er með öflugum GPS móttakara auk innbyggðra hraðaskynjara. Ef viðkomandi er með öll æfingatæki heima hjá sér, er ekkert að vanbúnaði að gera allar mælingar hjá honum.